Alltaf sami áróðurinn í RUV

Jæja, enn á ný skýst áróðursútvarp PLO fram á sjónarsviðið, nú með merkilegum fréttum frá jólahaldi í Betlehem, þar sem Ísraelar eru gerðir að skotspæni, eins og venjulega, og fyrir fréttunum ber RUV formann PLO-félagsins og setur engar athugasemdir við málflutning hans, sem að venju er hlutdrægur og áróðurskenndur.

Nú, jæja, Ísraelar hindruðu víst aðgang pílagríma að Betlehem, skv. Sveini! Merkilegt, því ferðamálaráðuneyti Ísraels var með non-stop áætlunarferðir til Betlehem með pílagríma.

Geta þessir áróðursmeistarar á fréttastofu útvarps ekki leyft okkur að vera í friði frá þessum stanslausa anti-Ísrael áróðri þeirra á sjálfum jólunum?

En nú loksins átta ég mig á því, að það er orðið of seint að einkavæða RUV. Fréttastofa útvarps hefur a.m.k. fyrir alllöngu skipt um eigendur. Sveiattan. En eins og Jónas Kristjánsson sagði eitt sinn: "Óþverrinn smitar". Já, hann smitast frá fréttastofu útvarps.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband