Bilaðir sæstrengir og slæmt netsamband: getur einhver svarað hér nokkrum tæknispurningum?

Var að lesa Kela, þar sem hann ræðir um fjarskiptamálin og að fyrirtæki verði jafnvel að flýja úr landi vegna slæms netsambands. Orð í tíma töluð.

Sjálfur er ég ósáttur við það lélega samband, sem er héðan til útlanda, sér í lagi til Bandaríkjanna. Það er ekki þannig, að við notendur séum að greiða svo lítið fyrir þessa þjónustu: Ég efa að annars staðar á Vesturlöndum sé jafn dýrt að vera á netinu, þó þetta hafi reyndar lagast með aukinni samkeppni á þessum markaði.

En mig langar til að velta fyrir mér t.d., hvernig netsamband Bretar hafa við Bandaríkin. Þar eru notendur margfalt, margfalt fleiri en á Íslandi. Getur einhver svarað þessu? Ferðast netverjar þar um sæstrengi eða gervihnetti? Og af hverju geta Íslendingar ekki  haft almennilegt gervihnattanetsamband?

Það er staðreynd, að Bandaríkin eru höfuðstöðvar internetsins. Umferð þangað hlýtur því að vera almennt meiri en til annarra landa. Hvernig er þetta leyst í öðrum löndum Vestur-Evrópu? Hvers vegna er þetta aðeins vandamál hér, eða eiga önnur lönd við sambærileg vandamál að stríða?

En í öllu falli er ég bæði fúll og hneykslaður yfir því, að ekki sé hægt að reka hér almennilega netþjónustu, miðað við að sennilega er hvergi annars staðar  eins mikil netnotkun og á Íslandi, þ.e. hlutfallslega, eins og venjulega. Er einhver hér á blogginu sem getur rætt þessi mál tæknilega, eða hóað í einhverja, sem gætu útskýrt þetta fyrir okkur Filisteunum?

SGBergz

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband