Aðeins um blog.is

Ég kíkti aðeins betur á blog.is í morgun. Ekki greinarnar, heldur upplýsingar sem menn sjá ekki dags daglega. Og merkilegt að aðeins rúmlega 60% lesenda blog.is komi frá Íslandi, miðað við þessar tölur, en um 6% frá Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Greinilegt að Íslendingar búsettir í þessum löndum eru duglegir að fylgjast með fréttum að heima.

Einnig er merkilegt að 1,7% lesenda koma frá Belgrað!! LoL Ok, ég kíki á Moggann daglega þegar ég er í Belgrað, en ég er nú ekki svona öflugur. Þetta hlýtur að vera einhver vitleysa.

bloggid2

 

Annað skemmtilegt er, að nokkrar bls. á Wikipediu (ensku) vísa í blog.is. Hvaða síður ætli það séu?

Vilja menn giska?  Og fyrir þá sem eru forvitnir birti ég þann lista á bloggi mínu um internet ráðgjöf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband