Aumingja Kíki. Kíki hefur kvef. Sækið lækni. Þurrkaðu af fótunum!

Jahérna. Kíki býr þá í New Jersey. Hinn stórskemmtilegi páfagaukur Jonna í Ævintýrabókunum er því ekki svo mikill uppspuni eftir allt saman.

Kannski engin opinberun, en páfagaukar virðast sumir hverjir hafa þessa eiginleika.

En það er saga um norskan páfagauk sem sat oft úti í glugga á heimili eigenda sinna í Osló um 1942 og hrópaði: "Niður með Hitler, Niður með Hitler".

Ég man ekki hvort eigandinn var skotinn eða ekki, en hann var a.m.k. handtekinn og færður til yfirheyrslu.

Síðan var víst páfagaukur í húsi einu í Amsterdam um 1943, á efstu hæð fjölbýlishúss, næst geymsluloftinu. Hann sat oft frammi á stigagangi og hrópaði ókvæðisorð gegn Gyðingum og kommúnistum. Eigandi hans ku víst hafa fengið einhvern viðgjörning hjá erindreka hollenskra nasista, en hann bjó víst á neðstu hæðinni - veit þó ekki í hverju það fólst - en í öllu falli var manninum umbunað fyrir að kenna páfagauknum svo uppibyggilega tóna.

Það sem flokkurinn vissi ekki, að í (?leyni) herbergi í íbúð þessa manns og á háaloftinu földust Gyðingar á flótta. Engum datt í hug að maður sem hafi kennt gauksa slík orð gæti verið að fela Gyðinga.

En hverjir muna eftir páfagaukum úr Tinnabókunum!

Ég man í fljótu bragði eftir að páfagaukar með munnræpu hafi komið fyrir í 2 Tinnabókum. Ef einhver hefur nennt að lesa þetta hingað, má sá hinn sami koma með svar.


mbl.is Bara bull í blaðurskjóðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svo var gaukur einn á Íslandi, sem bjó til auglýsingar sem alltaf höfðu verið búnar til áður og sem aðeins gat svarað þessu, þegar hann var spurður af hverju hann var svo mikið hermikráka:  "Gnar, gnarr, gnarr, það er ekki eins og ég sér Hannes Hólmsteinn".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.9.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Snorri Bergz

Var það kannski pabbi þinn sem faldist í þessari íbúð? Var hann ekki á einhverjum búgarði?

En þetta var nú varla hermikráka. Frekar hermigaukur.

Var hann í eigu Jóns Gnarr?

Snorri Bergz, 6.9.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Heyrðu, ég held að krákan hafi bara heitið Jón Gnarr.

Þar sem pabbi var, var páfagaukur sem talaði jíddísku, retórómönsku, spænsku, esperantó og færeysku. Það komu fleiri málvísindamenn en Gestapomenn. Göbbels lét ræna honum og lét Ahnenerbe rannsaka hann. Göbbels tók miklu ástfóstri við gaukinn og skipaði honum að skjóta sig um leið og hann sjálfur skaut sig, gleypti eitur og  hengdi sig, þó ekki nauðsynlega í þessari röð.

Þá kom  í ljós að páfagaukurinn kunni einnig ensku. Þegar Rússar fundu hann, sagi hann í sífellu "Whot a schmuck, whot a looser". Þá var hann færður til Moskvu, yfirheyrður, sendur í Gúlag, en síðar var hann notaður sem segulbandstæki fyrir fimm ára áætlanir. Svona fuglar verði mjög gamlir og hann er enn að. Nú er hann hálaunaður ráðgjafi fyrir Pútín, sem helst vill heyra það sama sem hann segir.  Ja, der Amsterdommer Papeige.. Ein verdommter Voigel.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.9.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Snorri Bergz; Þú skemmir, annars góða bloggsíðu, með því að hleypa júðazíónista á borð við Villa vitlausa úr Kjöben inn á síðuna.

Kær kveðja, Björn bóndi  LMN=

Sigurbjörn Friðriksson, 7.9.2008 kl. 15:07

5 Smámynd: Snorri Bergz

Júðazíonistar eru jafn velkomnir hingað og þú, Björn bóndi.

Meðan menn eru ekki dónalegir, með níð eða annan óskapnað er mér sama hvað mennirnir heita eða segja. Málfrelsi á Íslandi, meðan vel er farið með það.

Þar að auki erum við Villi í Köben gamlir sambrallarar. Þú telur hann e.t.v. vitlausan, en hann leynir á sér!

Snorri Bergz, 7.9.2008 kl. 15:14

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mikið ert þú umburðarlyndur maður Snorri minn Bergz.  Ekki hefur hann það umburðarlyndi að hleypa frjálsum ujmræðum inn á sína síðu til að svar svívirðingum hans á saklaust fólk og skoðanir þeirra.

Kær kveðja, Björn bóndiïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 7.9.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband