Grísaskítur og svínahirðar

Jæja, hafði Guðjón rétt fyrir sér þegar hann sagði, að það sé ekki hægt að búa til grísasalat úr grísaskít?

Er Skagaliðið bara svona lélegt?

Nei, ég held ekki. En Keflvíkingar eru bara svona góðir.

En hitt er svo annað mál, að ÍA er með ágætis leikmannahóp, en hugsanlega fór fyrrverandi svínahirðir illa með grísina sína?


mbl.is Stórsigur Keflvíkinga gegn lánlausum Skagamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Stuðningsmenn ÍA sendu Guðjóni Þórðarsyni tóninn í kvöld með því að bjóða vallargestum á leik ÍA og Keflavíkur upp á kjúklingasalat fyrir leik.

Skömmu eftir að Guðjóni var vikið úr starfi sem þjálfari ÍA fór hann í viðtal í KR-útvarpinu þar sem hann sagði að „ekki væri hægt að búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít".

Guðjón hefur verið mikið gagnrýndur fyrir ummæli sín en stuðningsmenn ÍA ákváðu að svara honum með því að sýna að kjúklingasalatið á Akranesi er hreint gómsætt - og inniheldur engan kjúklingaskít.

Það getur blaðamaður vottað. Hann gæddi sér á salatainu sem innihélt kál, sveppi, papriku, brauðteninga og vitanlega kjúkling. Hollt og gott.
Gæðin hjá sumum leikmönnum eru alls ekki nógu góð. Það er ekkert flóknara en það og það er klúbbnum til skammar. Félög eins og ÍA eiga ekki að sætta sig við miðlungsleikmenn. Það eru kannski hörð orð en það er sannleikurinn. Nú þurfum við að taka erfiðar ákvarðanir en við sáum í þessum leik hverjir eru tilbúnir og hverjir ekki."

Það var vitanlega þungt hljóðið í Arnari Gunnlaugssyni, öðrum þjálfara ÍA, eftir leik.

Það skyldi þó ekki hafa verið of mikið af sveppum eða majónesið súrt í sallatinu?

Haraldur G Magnússon, 12.8.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Snorri Bergz

já ég veit. var að breyta þessu aðeins, til að geta nefnt Guðjón svínahirði.

En gott framtak hjá stuðningsmönnum ÍA í gær.

Snorri Bergz, 12.8.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband