Everest í lífi fótboltamanns

Já, hann spilaði ungur með Coventry og sló í gegn. Fór til Inter og var kominn "á tindinn". Síðan hefur leiðin legið niður á við. Maður hélt að botninum væri náð þegar hann gekk til liðs við Tottenham, og jú, þar var botninum náð, en nú er það Liverpool.

Ég skil ekkert í þessum skemmtilega leikmanni að vilja ekki frekar fara til alvöru liðs! En jæja, Liverpool er þó að vísu greinileg framför frá Spurs, en ef hann á að taka við af Crouch er spurningin  hvort betra sé að spila með Spurs eða vera á bekknum hjá Liverpool?

En grey strákurinn hefur auðvitað spilað það lengi með Spurs að ég held að hann eigi ekki viðreisnar von úr þessu.


mbl.is Keane færist nær Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fáheyrt kjaftæði. Spurs er gott lið og Keane hefur spilað frábærlega með liðinu, mikill team-player og fyrirliði og hefur skorað reglulega og lagt mörg mörk upp. Ég er verulega svekktur að hann sé á förum. Hvað ertu, fokking Gunner eða hvað?

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe, gaman að tala um fótbolta við mann sem heldur með Spurs og KR.

Snorri Bergz, 17.7.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nema hvað. Hugsaðu þér skemmtilegheitin að tala um fótbolta við einhvern sem heldur með Derby og finnst Guðjón Þórðarson vera æðislegur!

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.7.2008 kl. 00:18

4 Smámynd: Snorri Bergz

Æjá, skemmtilegt að hafa einhvern ríg í gangi.

Snorri Bergz, 17.7.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband