Ekki er ég nú spámannlega vaxinn

Léleg frammistaða Arsenal en glæsilega gert hjá Man Utd. Þeir spiluðu stórkostlega.

Ég hafði reyndar spáð 3-1 fyrir Man Utd, hafði einhvern veginn á tilfinningunni að mínir menn myndu ekki vera með í dag. En þeir eru verri en ég hafði látið mér detta í hug og rugludallurinn Eboue er enn að sanna að það vantar í hann nokkrar blaðsíður.

En deginum er reddað, því Liverpool stóð lengi vel amk jafnfætis Barnsley og stundum gott betur, en þrátt fyrir að hafa kanónurnar flestar inni á vellinum tókst þeim ekki að knýja fram jafntefli, eins og ég hafði spáð (reyndar í gríni), enda er Barnsley sterkara en Havant & Waterlooville.

En jæja, nú er bara að spýta í lófana og ná góðum úrslitum gegn Milan.
mbl.is Man Utd tók Arsenal í kennslustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband