Erilsamt hjá lögreglu

Ég er hættur að botna í, hvað gengur eiginlega að landanum. Ástandið virðist sífellt vera að versna um helgar, og ekki aðeins að vandræði séu í miðbænum og á Suðurnesjum, eins og venjulega, heldur er þetta farið að breiðast út um alla borg og til úthverfanna.


Ég er farinn að halda, að rót alls þessa liggi í, að efnishyggjukapphlaupið hafi rifið í sundur sálir manna, sem eftir standa með tómleika hið innra, í sálu sinni og anda, og reyna að fylla þetta upp með því að drekka frá sér restina af vitinu um hverja helgi og helst að fá einhverja líkamlega útrás líka, annað hvort í slagsmálum eða með ofuráherslu á lárétta líkamsútrás.


Og þjóðin segist vera hamingjusöm í könnunum. En ég held samt að hún sé, heilt yfir litið, orðin tóm og þreytt á lífsgæðakapphlaupinu. Menn verða nefna ekki hamingjusamir af peningum, en eigi menn nóg af þeim, hafa Íslendingar etv eitthvað til að drepa tímann með í stað þess að láta sér leiðast.


mbl.is Fjöldi slagsmála á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband