Mun stjórnin sitja áfram?

GeirHH1Það kæmi mér svosem ekki á óvart. Mér fannst flokksforingjarnir, Geir Haarde og Jón Sigurðsson, gefa slíku hressilega undir fótinn í RUV í gærkvöldi.

En er slíkt vænlegt með aðeins eins manns meiri hluta?

Ef til vill er þetta skásti kosturinn fyrir báða aðila. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sérlega spenntur fyrir samstarfi við Vinstri græna, ekki síst vegna margs konar afturhaldssinnaðra stefnumála flokksins og yfirlýsinga undanfarið. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í stjórn með sósíalistum 1944, í Nýsköpunarstjórninni (og kratarnir með), spurði bandarískur stjórnmálaforingi Ólaf Thors af hverju hann færi í stjórn með kommúnistum. Ólafur svaraði þá, að þeir hefðu haft svo góð meðmæli. Þegar Kaninn spurði hver þau væri, hafði Ólafur svarað: "Frá Roosevelt og Churchill". En nú eru engin slík meðmæli til staðar.

Sjálfstæðisflokkurinn er í erfiðri stöðu varðandi stjórnarmyndun.Ingibjörg Sólrún ku hafa haft samband við flokkinn í gær, en, eins og Mogginn í dag segir frá, var tillögum hennar um samstarf illa tekið, ekki vegna málefnaágreinings, heldur hins, að hún hafi komið fram með slíkum hroka, að sjálfstæðismönnum þótti nóg um. Ingibjörg virðist því persónulega vera sá ásteytingarsteinn, sem er í vegi nýrrar "Viðeyjarstjórnar". Það hef ég reyndar oft sagt áður hér á blogginu. Ef Samfó myndi losa sig við "nöldurkerlinguna", væru sjálfstæðismenn vísast tilbúnir í samstarf.

ossurVið síðustu kosningar tefldi Samfó Ingibjörgu fram sem forsætisráðherraefni, en strax um kvöldið hringdi Össur í Jón Kristjánsson og lét þau skilaboð berast til Halldórs Ásgrímssonar, að Samfó væri til í stjórn undir forsæti hans. Halldór hefði vísast tekið þessu boði, hefði hann ekki fengið slíkan stól frá Davíð. Og um leið var Samfó að núlla sig út -- með svona lagað á bakinu væri krötunum ekki treystand.

Sjálfstæðisflokkurinn má ekki til þess hugsa, að slíkar hugmyndir fari aftur á kreik nú, og einskonar R-lista hörmungastjórn yrði stofnuð. Flokkurinn verður því að sýna ábyrgð og forða landinu frá vinstri stjórn, jafnvel með því að láta framsóknarmenn fá meira en þeir hafa umboð fyrir frá kjósendum. Og það er svosem ekkert nýtt. Framsókn hefur lengi lifað á oddastöðu sinni, mitt á milli hægri og vinstri, enda opinn í báða.

Þó framsóknarmenn æpi nú hver í kapp við annan, að flokkurinn þurfi að fara í naflaskoðun og jonsigendurbyggja sig í stjórnarandstöðu, er slíkt ekki svo einfalt. Flokkurinn þarf helst að vera í stjórn, til að geta komið stuðningsmönnum sínum í feit embætti og þannig tryggt flokksforystunni áframhaldandi stuðning. Og Jóni Sigurðssyni veitir ekki af slíku. Hann er nefnilega að verða atvinnulaus og verður að grípa til einhverra aðgerða. Og fari hann ekki í stjórn núna, er pólítísku lífi hans vísast lokið.

Í mínum huga er eins manns meiri hluti nú skárri en oft áður. Sleggjan er farin til frjálslyndra og því er þetta eiginlega eins og að hafa 33 þingmenn áður. Spurning er hins vegar með Bjarna Harðarson frá Framsókn og e.t.v. Pétur Blöndal hjá Sjálfstæðisflokki. En það besta við, að stjórnin haldi áfram, er, að þá er stungið upp í túlanna á Kaffibandalaginu, ekki síst sósíalistaflokkunum tveimur. Og það besta er, að hugsanlega mun þá Ingibjörg Sólrún hætta og gerast kennari á Bifröst eða eitthvað slíkt. Farið hefði fé betra en það.

Og síðan kemur eitt enn, að ef stjórnin yrði skyndilega völt í sessi, ef t,d, einhver einn þingmaður yrði óþægur, mætti alltaf losa bankastjórastöðu í Seðlabankanum, starf sendiherra eða eitthvað annað, og þægur maður settur inn! Eða taka þá bara Frjálslynda uppí stjórnarrúmið. Miklu má til kosta til að halda vinstri flokkunum í stjórnarandstöðu.

 


mbl.is Líklegast að stjórnin sitji áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband