Samfó yfir Vinstri grænar

konnunJæja, nú sér maður Samfó-bros víða á götum bæjarins, en Vinstri grænar bölva í hljóði og segja: "Þetta eru bara kannanir" eða "ómarktæk könnun". En merkilegt hvernig flokkar segja svo, þegar þeir tapa fylgi í könnunum, en tala um "rífandi meðbyr", þegar vel gengur í könnunum.

En jæja, Sjálfstæðisflokkurinn virðist fastur í 40%.

En ég veit ekki, en mér sýnist Framsókn og VG hafa haft skipti, þ.e. fylgisaukning VG virðist, skv. þessari könnun, vera svipuð og fylgistap Framsóknar.

Og síðan virðist fylgisaukning Sjálfstæðisflokks vera svipuð og fylgistap Samfó.

Ergo: umhverfisvænir/grænir Framsóknarmenn fara yfir til VG, og hægri kratar yfir til Sjálfstæðisflokks?

Eða hvað?

 


mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband