Það var lagið!

Það er ekki sama hver á í hlut, þegar kemur að kjarnorkumálunum. Munurinn á t.d. Íran og Pakistan er, að Íranir hafa hótað, og hvatt til, að nágrannaríki yrði þurrkað af yfirborðinu.

Ríkisstjórn landsins er undir stjórn óábyrgs gangstera, sem lítur á Kóraninn og hadith Múhameðs sem hinn æðsta sannleika, þám hvatningar hans til að ráðast á bæði Gyðinga og kristna menn. Og jafnframt segir, að Mahdi, messías múslima, geti ekki snúið aftur til jarðar og komið á sæluríki múslima á jörðinni, fyrr en múslimar hafa ráðist á Gyðinga og útrýmt þeim.

Með þessa framtíðarsýn að vopni eru gereyðingarvopn Írana smíðuð.

Það er eitt verst varðveitta leyndarmál í heimi, að Ísraelar eiga kjarnorkuvopn. Ég held að þeir hafi átt slík vopn frá því um 1970. Sagan segir, að 1973, þegar Ísrael var að hruni komið þegar nágrannaríkin gerðu skyndiárás á þetta litla land á helgasta degi Gyðinga, hafi ísraelski herinn ekki fengið afgreidd vopn eða varahluti. Heimurinn stóð að mestu saman gegn Ísrael. Jafnvel Kanarnir héldu að sér höndum, ekki síst fyrir tilstilli yfirmanns CIA, George Bush eldri, sem hafði vitað af árás Sýrlendinga, Egypta og bandamanna þeirra nokkru áður, en ekki látið vita.

Og nú vildi Kanarnir ekki selja varahluti í bandarísk smíðuð vopn. Ísrael var að falla. Fleiri stóðu með innrásarríkjunum, t.d. Rauði krossinn, sem neitaði að aðstoða særða hermenn Ísraela, að því að ég hef lesið. Þau samtök endurtóku nú leikinn frá seinna stríði, þegar Rk var um tíma orðin eins og deild í Nasistaflokknum. Um það mál hefur nokkuð verið skrifað -- RK alls ekki til sóma.

En þá sendi forsætisráðherra Ísraels, Golda Meir, þau skilaboð til Washington, að úr því svo væri komið, myndi Ísrael beita kjarnorkuvopnum til að verja sig. Ísraelar ættu nánast engin önnur vopn eftir í starfhæfu ástandi, meðan stöðugar sendingar voru af vopnum frá Sovét til Arabaríkjanna.

Mér skilst reyndar, að Bush eldri hafi talið Ísraela vera að blöffa. Þeir ættu engin svoleiðis vopn. En Bandaríkjastjórn gat ekki tekið sénsinn og hóf nú að senda Ísraelum bæði vopn og varahluti. En engin Evrópuþjóð vildi leyfa bandarískum flugvöllum að fljúgja með vopn til Ísraela um þeirra flugvelli. (Íslendingar vísast ekki spurðir, enda hefði þurft að millilenda aftur í Evrópu á leið frá Íslandi til Ísraels). Að lokum leyfðu Portúgalar bandarískum flugvélum að millilenda á Azoreyjum. Ísraelar fengu nú vopn og varahluti, og gátu varið hendur sínar.

Ég held að þetta tilvik sé það eina, síðan í Kúbudeilunni forðum, þegar það kom hreinlega til alvarlegrar íhugunar að beita kjarnorkuvopnum, og þá aðeins til að verja hendur sínar.

En Íranir ætla ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum til að verja hendur sínar, heldur til árásarstríðs. Þær sögusagnir hafa flogið, að íranski herforinginn, sem nýlega flúði til Vesturlanda með stuðningi Mossads, ísraelsku leyniþjónustunnar, hafa gert svo vegna þess, að hann hafi fengið að vita, til hvers kjarnorkuvopn Írana ættu að vera notuð. Jú, það átti víst að lauma sprengju eða sprengjum til Hizballah, um Sýrland. Þessu samtök, sem eru undir stjórn Írana, beint eða óbeint, hefðu því unnið skítverkin fyrir klerkastjórnina í Íran.

Klerkastjórninni í Íran er ekki treystandi fyrir kjarnorkuvopnum.


mbl.is Öryggisráðið samþykkir refsiaðgerðir gegn Írönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband