Sleggjan í 2. sætið!

sleggjaJæja, þá er það orðið opinbert. Sleggjan verður í 2. sæti Frjálslyndra í norðvestri, í því sæti, þar sem Sigurjón goði áður sat og hélt sín þingblót.

En stærsta spurningin er, hvort Kiddi sleggja taki með sér grasrótarfylgi frá Framsókn? Grasrótin sú virtist vera útnöguð af rollum í eigu Guðna bónda og ólíklegt að þar vaxi mikill gróður frekar.

Persónulega tel ég ólíklegt að Frjálslyndir fái nema í mesta lagi einn þingmann í norðvestri. Guðjón Arnar ætti þó hugsanlega að sleppa inn, með sameiginlegt persónufylgi sitt og Sleggjunnar að baki. Og það er alls ekki víst, að um kjördæmakosningu verði að ræða.

Því er alveg eins víst, að Kristinn H. Gunnarsson verði varaþingmaður á næsta kjörtímabili.

En með því að Kristinn gekk formlega til liðs við frjálslynda lokaði leikmannaskiptamarkaðnum að þessu sinni. Og það voru frjálslyndir, sem voru í hringiðu átakanna: þeir misstu tvo þungavigtarmenn og fengu tvo; einn reyndan kappa og aula nokkurn, sem heldur víst að dópsalar séu terroristar.

En ég vona þó, að landsmenn losni þingræðið við þennan stjórnmálaflokk í næstu kosningum.


mbl.is Kristinn í 2. sæti hjá Frjálslyndum í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband