3. dagur í Obrenovac

Solid. Hér meina ég 3. skákdagur. En jæja.

Í gær fórum við í hinn hefðbundna morgunrúnt um ellefu leytið. Ég fór þó ekki mjög langt og notaði tímann til að versla mér skó (gat á hinum, úff) og ýmislegt smotterí, t.d. Gillette rakblöð, en slíkan varning versla ég hér á hverju ári af augljósum ástæðum. Ég var kominn heim rúmlega tólf, en Jón Árni og Siggi fóru út á brautarstöð í kaffi og komu aftur c.a. klst siðar.

Nú, ég gat lítið undirbúið mig fyrir skákina, því ég hafði aðeins þrjár gamlar skákir með gaurnum. Ég renndi lauslega yfir það sem líklegast var að kæmi upp, og slakaði síðan á með 3 Battlefield þáttum frá stríðinu í Norður-Afríku og Miðjarðarhafi. Röddin á þulargaurnum og sándið hefur merkilegt nokk afslappandi áhrif á mig!

Nú, Siggi lék af sér snemma og tapaði. Jón varðist af hörku gegn stigaháum gaur en mátti að lokum játa sig sigraðan. Ég fékk á mig enskan leik og tefldi "symmetrical". Áætlun var bara að tefla solid, helst Broddgöltinn, og láta náungann missa þolinmæðina. Hann leyfi þó ekki Broddgöltinn, en tefldi frekar rólega og jafnaði ég taflið auðveldlega með eðlilegum Karpov-leikjum. Síðan voru manúveringar uns hann ræðist fram á kóngsvæng. Ég varðist fimlega (eins og sagt er í svona) og sóknin hans stöðvaðist. Þá réðist á fram á drottningarvæng og sprengdi upp, þótt ég gæfi þá eftir nokkra reiti. Síðan náði ég að trikka af honum tvo menn fyrir hrók og peðið, sem var reyndar akkeri stöðunni, en kóngurinn var öruggur, svo ég mat áhættuna litla. Í kjölfarið fékk ég sprikl og lélegi riddarinn minn, sem var lokaður inni á h7, vaknaði skyndilega til lífs og gerði útslagið með flottu trikki.

 delibasic(ég er með svart: Svartur leikur og vinnur!)

 

 

Þegar ég var orðinn frekar tímanaumur bilaði klukkan og varð að skipta um klukku. Hann varð brjálaður yfir því, en lögum þarf að fylgja. Klukkan hafði gefið honum 5 mín. og var þeim skilað til baka. Hann var ósáttur, en hélt áfram að tefla, þar eð hann taldi sig hafa unna stöðu (sem var auðvitað tóm della - tölvuheilinn gefur upp =). En síðan, þegar hann sá að ég hafði unnið, fór hann að láta skapið hlaupa með sig í gönur: barði á klukkuna og var fussandi. Síðan gaf hann með því að berja mennina út af borðinu, og hóf síðan um 5 mínútna ræðuhöld og gekk ekkert að þagga niður í honum. Því miður kunna sumir sig ekki og þessi er einn af þeim. Þetta var ferlegur dónaskapur hjá honum, bæði í minn garð og þeirra keppenda, sem enn sátu að leik. Ekkert gekk að þagga niður í honum svo dómararnir urðu að henda honum út. Þar hélt hann áfram að væla og gekk á milli manna að kvarta og kveina. Ég sat hins vegar rólegur í sætinu meðan hann öskraði svona, með smá Margeirs-glott á vör. Það er ekki mér að kenna að maðurinn er ekki með fulla þrjá.

Hefðbundin kvöldganga lagðist niður í kvöld vegna skyndilegs úrhellis, svo maður hafði það bara næs og sofnaði ég snemma, enda dauðþreyttur. Í dag fæ ég Misa Pap (rúmlega 2500 eló stig), en hann er harður sóknarskákmaður, sem teflir bara Benkö eða skyld afbrigði með svart gegn 1.d4, og hvassa Sikileyjarvörn eða Janisch-árásina með svörtu. Hann teflir reyndar broddgöltinn gegn 1.c4, en það afbrigði kann ég mjög vel, með svörtu! Í ljós kemur hvað maður teflir.

Jæja, ég læt þetta nægja. Upplýsingar eru á www.beochess.rs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband